fbpx

Liðleiki

Tímar þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd með áherslu á að minnka misvægi milli styrks, liðleika og jafnvægis. Æfingarnar auka hreyfifærni og fyrirbyggja álagsmeiðsli og eru góð viðbót við aðra þjálfun í Afreki.

Díana Rut Kristinsdóttir heldur utan um tímana en hún hefur margra ára reynslu af kennslu í hreyfiflæði. „Ég er útskrifuð sem dansari frá Listaháskóla Íslands, er með kennsluréttindi í Animal flow ásamt því að vera jógakennari,“ segir hún.

Í Liðileikatímunum er unnið með eigin líkamsþyngd þar sem áherslan er á að minnka misvægi á milli styrks, liðleika og jafnvægis. „Tímarnir eru hugsaðir sem viðbót við æfingadagskrá Afreks og miða að því að fyrirbyggja álagsmeiðsli samhliða því að auka á hreyfifærni,“ segir Díana. 

„Tímarnir eru því góð viðbót við alla líkamlega heilsueflingu — sama á hvaða stað við erum og hver markmið okkar eru, enda settir þannig upp að öll geti unnið á sínum hraða.“ 

Liðleiki er í boði fyrir iðkendur Afreks á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 11.10 á milliloftinu.

Fyrsta Afrekið er að mæta og það kostar ekkert að prófa! Smelltu hér til að senda okkur póst ef þú vilt mæta á prufuæfingu.