fbpx

Þrekbox

Stórskemmtilegir þrektímar þar sem áhersla er lögð á hnefaleika. Mikið púl og góð útrás. Frábær viðbót við almenna tíma í Afreki. 

Daníel Þórðarson heldur utan um tímana en hann æfði og þjálfaði ólympíska hnefaleika í 10 ár. Daníel var meðal annars Íslandsmeistari í Ólympískum hnefaleikum árið 2009 og var valinn hnefaleikamaður ársins árið 2004. 

Hann hefur nýtt bakgrunn sinn úr hnefaleikum mikið inn í einkaþjálfun skjólstæðinga sinna en vegna mikillar eftirspurnar þá hefur hann nú tekið ákvörðun um að bjóða upp á námskeið og opna tíma fyrir iðkendur Afreks þar sem áhersla er lögð á hnefaleika. 

Fólk þarf ekki að hafa metnað fyrir frama í hnefaleikum til að mæta í þrekboxið en það er óhætt að lofa fólki góðri útrás og miklum svita.

Þrekbox er í boði fyrir iðkendur Afreks á mánudögum og föstudögum klukkan 11.10 á milliloftinu.

Fyrsta Afrekið er að mæta og það kostar ekkert að prófa! Smelltu hér til að senda okkur póst ef þú vilt mæta á prufuæfingu.