fbpx

Fimm frábærar ástæður til að æfa í Afreki

Afrek býður upp á frábært úrval af námskeiðum og tímum. Kynntu þér úrvalið!

1. Þú vilt prófa eitthvað nýtt

Afreksfimi – handstaða er námskeið þar sem markmiðið er að bæta handstöðu, getu til að labba á höndum og auka styrk. Valgerður Sigfinnsdóttir heldur utan um Afreksfimi en hún veit hvað hún syngur enda búin að þjálfa fimleika í 13 ár.

👉 Smelltu hér til að kynna þér Afreksfimi!

2. Þú ert að leita að krefjandi áskorun

Daníel Þórðarson heldur utan um Afrekslyftingar, sem er námskeið í ólympískum lyftingum. Hann hefur stundað og þjálfað ólympískar lyftingar í meira en áratug og er einn hæfasti þjálfari landsins á þessu sviði.

👉 Smelltu hér til að kynna þér Afrekslyftingar!

3. Þú vilt virkja kraftinn sem býr innra með þér

Afrekskonur er námskeið í kraftlyftingum fyrir allar konur sem vilja vera sterkari. Þjálfari Afrekskvenna er Arnhildur Anna Árnadóttir. Hún hefur keppt í kraftlyftingum með góðum árangri og er einnig styrktarþjálfari frá ÍAK ásamt því að vera félagsfræðingur og förðunarfræðingur.

👉 Smelltu hér til að kynna þér Afrekskonur!

4. Þú vilt að það sé gaman að æfa

Kraftur & úthald eru fjölbreyttir hópatímar þar sem við gerum krefjandi æfingar með ketilbjöllum, eigin líkamsþyngd, róðravélum og hjólum ásamt lyftingum með stöng. Henning Jónasson er yfirþjálfari í Afreki en ásamt því að vera reynslumikill þjálfari á hann að baki farsælan knattspyrnuferil.

👉 Sendu okkur póst ef þú vilt ókeypis prufutíma!

5. Þú ert metnaðarfull mamma í leit að hreyfingu

Afreksmömmur er gríðarlega vinsælt námskeið sem samanstandur af þol- og styrktarþjálfun þar sem sérstök áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Hildur Karen heldur utan um Afreksmömmur en er sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari.

👉 Smelltu hér til að kynna þér Afreksmömmur!