fbpx

Afreksmömmur

Hildur Karen er komin í fæðingarorlof. Tinna Rut Þórarinsdóttir, Díana Rut Kristinsdóttir og Kolfinna Þórisdóttir halda áfram að þjálfa Afreksmömmur í fjarveru hennar eins og þær hafa gert undanfarin misseri.

Afreksmömmur eru afar vinsælir tímar sem samanstanda af þol- og styrktarþjálfun þar sem sérstök áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Hildur Karen hefur haldið utan um Afreksmömmur frá opnun Afreks í lok árs 2021 og á þeim tíma hafa í kringum 500 verðandi og nýbakaðar mæður skráð sig í styttri eða lengri tíma.

„Ég upplifði mig svolítið týnda hvað varðaði hreyfingu sem ég „mætti“ stunda bæði þegar ég var ólétt og þegar ég var að byrja aftur að hreyfa mig eftir fæðingu. Nú hef ég sankað að mér fullt af þekkingu sem ég er svo spennt fyrir að miðla áfram til ykkar í von um að líðan ykkar eftir fæðingu verði sem allra best,“ segir Hildur.

Kolfinna, Tinna Rut og Díana Rut eru reynslumiklir þjálfarar og munu nýta þekkingu sína og reynslu ásamt því sem Hildur Karen hefur byggt upp til að halda áfram að bjóða upp á þessa frábæru mömmutíma í Afreki.

Námskeiðið er fjögurra vikna langt og stendur yfir frá 2. des til 27. des.
ATH: Desember er sérstakur vegna frídaganna í lok mánaðar en við reynum eftir fremsta megni að bæta við aukatímum.

Verð: 21.990 kr. fyrir lengri námskeið
Verð: 15.490 kr. fyrir styttri námskeið