Einar Hansberg ætlar að framkvæma röð krefjandi æfinga, sem inniheldur 2.000 metra á þrekhjóli, 1.000 metra á róðravél, 500 metra á skíðavél ásamt upphífingum. samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Þetta gerir hann til að vekja athygli á sjálfsvígstíðni og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna.
„Við erum að vekja athygli á mjög mikilvægu málefni,“ segir Einar. „Það er óþægilegt að ræða þessi mál en við þurfum að geta gert það. Fólk á ekki að þurfa að þjást í skugganum — við erum hér fyrir hvert annað.“
Einar stefnir á að klára átakið síðdegis laugardaginn 16. nóvember.
Fólk er velkomið í Afrek, Skógarhlíð 10, að taka umferð eða umferðir með Einari.
Þeim sem vilja styrkja Píeta samtökin er bent á styrktarsíðuna: pieta.is/styrkja-samtokin/. Einnig er hægt að leggja beint inn á samtökin: Kt. 410416-0690 – Reikn nr. 0301-26-041041 eða í gegnum AUR appið en notendanafnið er einfaldlega: @Pieta
Hjálparsími Píeta er opinn allan sólarhringinn í síma 552-2218. Við bendum einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112