Afrekskonur
Mánaðarlangt námskeið í kraftlyftingum fyrir allar konur sem vilja vera sterkari. Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði og hreyfingar í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu ásamt æfingum sem eru nauðsynlegar til að styðja við og bæta árangurinn í þessum lyftum.
Þjálfari Afrekskvenna er Arnhildur Anna Árnadóttir. Hún er styrktarþjálfari frá ÍAK ásamt því að vera kraftlyftingakona, félagsfræðingur og förðunarfræðingur. Arnhildur hefur bæði þjálfað og keppt í kraftlyftingum með góðum árangri.
„Í upphafi hafði ég hugsað mér að lyfta lóðum til að komast í gott form og feta í fótspor mömmu minnar sem var að keppa í lyftingum á þeim tíma,“ segir Arnhildur Anna. „Með tímanum varð ég sterkari, beinni í baki og öflugri að öllu leyti. Planið er að hætta aldrei að lyfta lóðum.“
Í Afreki er mikið lagt upp úr góðri stemningu og að það sé gaman á æfingum. Afrekskonunámskeiðið er engin undantekning og tímarnir verða bæði krefjandi og skemmtilegir ásamt því að félagsskapurinn verður að sjálfsögðu frábær. „Að vera sterk er ávísun á vellíðan og lyftingar efla sjálfstraustið,“ segir Arnhildur Anna. „Ég lofa að dagurinn verður betri eftir góða æfingu!“
Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18.15 til 19.15. Korthafar í Afreki fá 50% afslátt af námskeiðsgjaldinu — hafið samband til að virkja afsláttinn.
Verð: 21.990 kr.