Afreksgolf
Afreksgolf er námskeið fyrir kylfinga á öllum aldri sem vilja styrkja sig, bæta þol og liðleika fyrir golfsumarið. Námskeiðið hentar byrjendum í golfi jafnt sem lengra komnum.
Afrek er ný líkamsræktarstöð í Skógarhlíð 10 og fyrsta Afreksgolfnámskeiðið fór fram í mars. Fjölmargir kylfingar hafa styrkt sig fyrir átök sumarsins á námskeiðinu.
Á námskeiðinu eru lögð sérstök áhersla á að auka úthald og liðleika kylfinganna ásamt því að styrkja vöðvahópa sem notaðir eru í sveiflunni. Markmið námskeiðsins er að gera kylfinga betur í stakk búna að takast á við spilamennskuna sumarsins.
Henning Jónasson, yfirþjálfari í Afreki og einn af þjálfurum námskeiðsins, er handviss um að námskeiðið hjálpi golfurum landsins að lækka forgjöfina í sumar. „Við leggjum áherslu á að námskeiðið skili golfurum sem taka þátt auknum styrk, meiri liðleika og auknu þoli. Þessir þættir skipta auðvitað miklu máli þegar á komið er á golfvöllinn,“ segir hann.
Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 18.15. Skráning fer fram hér á vefnum okkar og í Afreki í Skógarhlíð 10.
Verð: 22.990