Í skýjunum með frábærar viðtökur
„Viðtökurnar hafa verið frábærar og við erum bara í skýjunum,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Afreks. Afrek opnaði um áramótin en fjögur vel sótt grunnnámskeið hafa þegar farið fram í stöðinni. Fimmta grunnnámskeiðið fer fram um helgina og fólk er þegar byrjað að skrá sig á námskeiðin næstu helgar í febrúar. Nokkur pláss eru laus […]
Vatns- og vindheld heimaæfing í rauðri veðurviðvörun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland milli fjögur og átta á mánudag. Æfingar í Afreki í fyrramálið falla því niður. Við bendum iðkendum okkar á að fylgjast með inni í hópnum okkar á Facebook, þar sem við birtum tilkynningar ef við þurfum að fella niður fleiri æfingar vegna óveðursins. […]
Afrek á lista Vogue yfir hágæða gym í Reykjavík
Afrek er á lista tímaritsins Vogue í Skandinvíu yfir bestu hágæða líkamsræktarstöðvarnar í Reykjavík. Listinn er birtur á vef tímaritsins. „Ef þú varst að velta því fyrir þér, þá þýðir hagnýt þjálfun að þjálfa líkamann fyrir athafnir daglegs lífs og Afrek gerir það með stæl,“ segir í umfjölluninni. Blaðamaðurinn Julia Oravisto tók listann saman en […]
Mikilvægt að mæður gefi sér tíma fyrir sjálfa sig
„Mér finnst skipta ótrúlega miklu máli að mæður gefi sér tíma fyrir sjálfa sig,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, sem sér um Afreksmömmur í Afreki, í viðtali á mbl.is um síðustu helgi. Afreksmömmur hafa farið mjög vel af stað en námskeiðið hófst þegar Afrek opnaði í Skógarhlíð í byrjun árs. Mjög góð mæting var á fyrsta […]
Sex ástæður fyrir því að byrja að æfa í Afreki
Í dag er góður dagur til að mæta á æfingu. Hér eru sex ástæður fyrir því að byrja að æfa í Afreki. 1. Þú vilt að það sé gaman að æfa Þetta er númer 1, 2 og 3. Skemmtilegar og krefjandi æfingar í góðum félagsskap halda okkur við efnið og þannig náum við árangri. Það […]