„Viðtökurnar hafa verið frábærar og við erum bara í skýjunum,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Afreks.
Afrek opnaði um áramótin en fjögur vel sótt grunnnámskeið hafa þegar farið fram í stöðinni. Fimmta grunnnámskeiðið fer fram um helgina og fólk er þegar byrjað að skrá sig á námskeiðin næstu helgar í febrúar.
Nokkur pláss eru laus á grunnnámskeið um helgina og nánari upplýsingar má finna hér.
Á grunnnámskeiðinu er farið yfir tæknina í æfingum með ketilbjöllur, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum og öðrum æfingum í Afreki.
Brynjar segir að námskeiðið sé frábær leið til að kynnast æfingunum en bendir á að fólk tileinki sér tæknina svo smátt og smátt með því að mæta á æfingar að námskeiði loknu — þjálfarar fari vel yfir æfingarnar í tímum og geri sitt besta við að leiðbeina iðkendum.
Hann bendir á að mánuður í Afreki sé innifalinn í námskeiðsgjaldinu og að korthafar sem vilji rifja upp tæknina skrái sig frítt. „Grunnnámskeiðið hentar því nýliðum og þeim sem þekkja æfingarnar en vilja rifja tæknina upp. Það má alltaf gera betur,“ segir Brynjar.
Grunnnámskeiðin eru á laugardögum og sunnudögum klukkan 12.30 til 15.00 báða dagana. Smelltu hér til að kynna þér námskeiðin betur.