Tilboð í forsölu
Afrek býður upp á þrenns konar kort (3 – 6 – 12 mánaða) í takmörkuðu upplagi í forsölu. Upphaf korts miðast við þegar þú skráir þig fyrst í tíma hjá Afreki. Gildistími kortsins er tímabundin og óuppsegjanleg á samningstímabilinu. Kortið er ekki endurgreitt óháð mætingu.
———————————
Skilmálar Afreks ehf.
Velkomin/nn í viðskipti!
Skilmálar þessir eru samningur milli þín og Afreks um aðgang að líkamsræktarstöð Afreks í Skógarhlíð 10 á grundvelli þeirrar áskriftarleiðar eða korts sem þú hefur valið. Þegar þú samþykkir skilmála þessa og greiðir fyrir þjónustuna hefur komist á samningur milli þín og Afreks. Auk þess samþykkir þú skilmála þessa sem gilda um þjónustuna. Það er mikilvægt að þú sem viðskiptavinur Afreks kynnir þér skilmála þessa vel og fylgir þeim í hvívetna.
Þú sækir líkamsræktarstöð Afreks á eigin ábyrgð. Með því að samþykkja skilmála þessa lýsir þú því yfir að þér sé óhætt að stunda líkamsrækt og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú stundar æfingar á eigin ábyrgð og ber Afrek enga ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir þig eða sem þú kannt að valda öðrum. Afrek ber enga ábyrgð á líkamstjóni þínu nema það verði sannanlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.
Öll verðmæti eru á þinni ábyrgð inni í líkamsræktarstöð Afreks og ber Afrek enga ábyrgð á þeim.
Þú samþykkir að nota aðgangsstýringarkerfi Afreks (Wodify) eins og það er á hverjum tíma. Þú skuldbindur þig jafnframt til þess að fylgja umgengnisreglum Afreks sem fela m.a. í sér að ganga vel um tæki og búnað stöðvarinnar og ganga frá tækjum, þar með talið lóðum og bjöllum, eftir notkun.
Þú skuldbindur þig til þess að fylgja sóttvarnarreglum Afreks eins og þær eru á hverjum tíma. Óheimilt er að mæta til æfinga ef þú hefur einkenni Covid-19.
Þú mátt ekki framselja áskriftina eða kortið til annars aðila. Þú getur ekki geymt áskriftina eða kortið til skemmri eða lengri tíma með því að leggja hana inn hjá Afreki.
Öll misnotkun áfengis, vímu- eða annarra ávanabindandi efna er með öllu óheimil á lóð og innan veggja Afreks. Brot á því varðar brottvísun.
Aldurstakmark í Afreki er 16 ára á árinu nema annað sé auglýst sérstaklega. Foreldrar eða forráðamenn geta sótt um undanþágur frá aldurstakmarki. Óheimilt er að hafa börn í tækjasal.
Komdu í tíma:
1.Tímabundin kort
Tímabundin kort gilda í fyrirfram ákveðinn tíma. Þú getur keypt kort í 1, 3, 6 eða 12 mánuði. Kortið er staðgreitt og er verð í samræmi við verðskrá hverju sinni. Kortið er óuppsegjanlegt á samningstímabilinu og fæst ekki endurgreitt.
2.Mánaðarleg áskrift
Mánaðarleg áskrift er áskrift sem er bundin í 12 mánuði en gildir ekki í fyrirfram ákveðinn tíma. Fyrsta greiðsla er gerð á kaupdegi og er staðgreiðsla. Eftir það greiðast greiðslur í áskrift mánuði eftir kaupdag og miðast mánaðarlegar greiðslur við þann dag. Áskriftargjald er innheimt með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða öðrum leiðum sem eru í boði hjá Afreki á hverjum tíma. Tímabil áskriftar miðast við kaupdag áskriftarinnar. Eftir 12 mánaða binditíma er áskrift ótímabundin þar til uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn. Til að segja upp áskrift eftir 12 mánaða binditíma þarf uppsögn að berast í síðasta lagi 1 mánuði fyrir lok binditíma.
Takist ekki að skuldfæra reikning eða kreditkort fyrir mánaðargjaldi berst þér bréf til áminningar. Ef tveir mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangur þinn. Auk þess að þér er send áminning er þér send tilkynning um að áskrift þinni hafi verið lokað. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd reglulega en ekki er opnað á aðgang fyrr en skuldfærsla tekst.
Afrek skuldbindur sig til að halda úti líkamsræktarstöð sem áskrift þín veitir þér aðgang að á fyrirfram auglýstum afgreiðslutíma. Afrek skuldbindur sig jafnframt til þess að hafa í boði þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma.
Samningur um ótímabundna áskrift hjá Afreki felur í sér aðgang að opnum tímum og kennslu hjá Afreki eftir því sem pláss leyfir. Samningurinn veitir ekki rétt til aðgangs að lokuðum tímum og námskeiðum sem boðið er upp á gegn gjaldi.
Námskeið
Hafir þú skráð þig sérstaklega á námskeið hjá Afreki (lokaðan tíma) þá hefur þú aðgang að námskeiðinu. Hægt er að skrá sig á auglýst námskeið á vefsíðu Afreks, í afgreiðslu Afreks eða í tölvupósti [email protected]. Námskeiðisgjöld eru ekki endurgreidd og er námskeiðið óuppsegjanlegt. Skráning á námskeið veitir þér ekki aðgang að opnum tímum Afreks (Afreksmömmunámskeiðið er þar undantekning á).
Uppsögn
Viljir þú segja upp mánaðarlegri áskrift þinni hjá Afrek skalt þú gera það skriflega með tölvupósti á [email protected]. Ef þú hefur skráð þig í mánaðarlega áskrift hjá Afreki þarft þú að segja upp áskriftinni með eins mánaðar fyrirvara fyrir lok binditíma og gildir uppsögnin frá 1. næsta mánaðar. Kortum er ekki hægt að segja upp. Mánaðargjöld eru ekki endurgreidd óháð mætingu.
Hóptímar
Það er mikilvægt að þú bókir þig fyrirfram í hóptíma. Þú bókar þig með Wodify appinu sem þú getur sótt í appstore eða google play store. Afrek áskilur sér rétt til að breyta tímatöflu og er breytingin kynnt með hæfilegum fyrirvara.
Bókanir í tíma opna 48 klst. fyrir auglýstan tíma.
Viljir þú afbóka tíma þarft þú að gera það með að minnsta kosti 60 mínútna fyrirvara. Ef þú ert ekki mætt/ur 5 mínútum áður en tími hefst missir þú plássið þitt.
Verðskrá
Afrek áskilur sér rétt til að endurskoða verðskrá sína einu sinni á ári til hækkunar eða lækkunar. Breytingar á verðskrá sem fela í sér hækkun á verði eru tilkynntar á heimasíðu Afreks með tveggja mánaða fyrirvara svo þú hafir tækifæri til að segja upp áskrift áður en ný verðskrá tekur gildi.
Hátternisreglur
Allir iðkendur og starfsfólk eiga rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki einelti, mismunun, smánun, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni né ofbeldi af nokkru tagi. Framangreind hegðun er aldrei liðin, hvorki af hálfu starfsmanna né iðkenda. Brot gegn ákvæði þessu getur leitt til fyrirvaralausrar riftunar samnings þessa.
Ef þú verður uppvís af því að brjóta ítrekað gegn ákvæðum skilmála þessara hafa starfsmenn Afreks heimild til þess að vísa þér út af líkamsræktarstöð Afreks, auk þess er Afreki heimilt að rifta samningi þessum við þig. Afrek áskilur sér þennan rétt til þess að gæta fyllsta öryggis þíns sem og annarra iðkenda.