fbpx

Um okkur

Að mæta á æfingu á að vera gaman. Markviss þjálfun í hvetjandi félagsskap heldur okkur við efnið og þannig náum við árangri — hvort sem markmiðið er að líða betur, auka úthald og styrk eða bara líta betur út.

Þú mætir og Afrek útvegar aðstöðu, þjálfun og síðast en alls ekki síst: Góða stemningu. Á æfingunum höfum við yfirsýn til að leiðbeina, gefa góð ráð og hvetja áfram. Við vitum líka að þarfir fólks eru misjafnar og þess vegna geta öll stillt æfingarnar eftir eigin getu; hvort sem það þarf að létta eða þyngja, fara hægar eða hraðar.

Afrek er líkamsræktarstöð stofnuð af fólki sem kynntist á æfingu og hefur æft saman síðan. Góð heilsa er eilífðarverkefni og árangurinn þinn skiptir okkur máli. Að mæta er afrek — tökum á því saman!

Þjálfarar Afreks

Freyja Mist Ólafsdóttir

Yfirþjálfari

Henning Jónasson

Yfirþjálfari

Brynjar Smári Rúnarsson

Þjálfari

Gústaf Halldór Gústafsson

Þjálfari

Ólafur Viggósson

Þjálfari

Hildur Karen Jóhannsdóttir

Afreksmömmur