Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland milli fjögur og átta á mánudag. Æfingar í Afreki í fyrramálið falla því niður.
Við bendum iðkendum okkar á að fylgjast með inni í hópnum okkar á Facebook, þar sem við birtum tilkynningar ef við þurfum að fella niður fleiri æfingar vegna óveðursins.
Hér fyrir neðan má finna æfingu fyrir þau sem verða innilokuð í veðurofsanum í fyrramálið. Þú þarft engan búnað, vinnur bara með eigin líkamsþyngd og ef heimsfaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að bjarga okkur heima.
Og æfingin kallast: Rauð viðvörun 🛑
Æfingin í hverri umferð er framkvæmd 12 sinnum (nema þar sem eru tvær æfingar í umferð, þar er hvor æfing framkvæmd sex sinnum). Vinnutíminn er tíu sekúndur og svo tíu sekúndur í hvíld, samtals 24 sinnum í hverri umferð og svo hvílirðu í mínútu milli umferða.
Eða á fagmálinu:
12x 10 Sec on, 10 Sec off on each station (Þú vinnur í 10 sek og hvílir svo 10 sek – 12 hringir eða 24 umferðir í heildina á hverri stöð). 1 Min rest between stations. Alternate between excercises where noted.
- Skater Jump
- Push Up
- Calf Raises
- Air Squat
- Hollow Hold vs. Arch Hold
- Horse Stance vs. Inchworm
- Burpee’s or Sprawl
Og ef þig vantar tónlist, þá eru hérna óskalög sem iðkendur Afreks báðu um fyrir æfingarnar á laugardaginn.